KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 13:00 Skúli Jón Friðgeirsson og Stefán Logi Magnússon verjast Alex Frey Hilmarssyni í leik gærkvöldsins. vísir/hanna Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00
Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00