Kúabændur búast við offramleiðslu á mjólk Sveinn Arnarsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Fréttablaðið/Stefán Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira