Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. júlí 2016 07:00 Lögregla á vettvangi í Ansbach. Vísir/EPA Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira