Starfsmönnum ríkisskattstjóra hótað vegna fyrirspurna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:45 Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira