NBA: Golden State komið áfram í úrslit Vesturdeildarinnar | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira