Enski boltinn

Pulis rúmum 500 milljónum fátækari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pulis hélt Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14.
Pulis hélt Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14. vísir/getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, þarf að greiða Crystal Palace 3,7 milljónir punda í skaðabætur vegna brotthvarfs hans frá félaginu sumarið 2014.

Dómstóll félags knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildarinnar dæmdi Pulis til að greiða Palace þessa upphæð í skaðabætur fyrir að blekkja forráðamenn félagsins. Pulis áfrýjaði til hæstaréttar sem dæmdi honum svo í óhag í dag.

Pulis þarf því að greiða Palace 3,7 milljónir punda (520 milljónir íslenskra króna) úr eigin vasa.

Pulis tók við Palace í nóvember 2013. Í samningi hans var ákvæði þess efnis að hann fengi tvær milljónir punda fyrir að halda félaginu í ensku úrvalsdeildinni, að því gefnu að hann yrði hjá því til 31. ágúst 2014.

Pulis hélt Palace í ensku úrvalsdeildinni en yfirgaf félagið 14. ágúst, eftir að hafa fengið bónusinn greiddan fyrirfram.

Pulis tók við West Brom í byrjun árs 2015 og hefur stýrt félaginu síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×