Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver ferðaðist um Ísland í febrúar. Mynd/Aðsend Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST
Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09
Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37
Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52