Enski boltinn

Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi og Leroy Fer eru báðir í liði vikunnar.
Gylfi og Leroy Fer eru báðir í liði vikunnar. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace.

Það var leikur tímabilsins hingað til enda fór leikurinn 5-4 fyrir Swansea. Swansea komst í 3-1, missti forskotið niður í 3-4 en skoraði tvö mörk í lokin og vann lygilegan sigur.

Gylfi var langbesti maður Swansea. Skoraði mark úr aukaspyrnu og átti þátt í öllum hinum mörkum Swansea í leiknum. Hann er búinn að skora úr sex aukaspyrnum fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Aðeins Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð sama árangri af þeim leikmönnum sem eru að spila í deildinni.

Gylfi er í liði vikunnar hjá BBC eins og víðar. Þar er hann með Sergio Aguero, Alexis Sanchez og fleiri góðum.


Tengdar fréttir

Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum

Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×