Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Aldraður maður hefur stillt upp ljósmyndum af Castro og fleiri byltingarhetjum í höfuðborginni Havana þar sem hann situr á gangstéttinni í hjólastól sínum. vísir/epa Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira