

Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu
Ekki er þó rétt með allt farið og finnst mér mikilvægt fyrir hönd Borgarleikhússins að benda á það. Hún segir að tilefni sé til þess að hafa „áhyggjur af framtíð íslenskrar leikritunar“ eins og staðan sé í dag, þó að „Borgarleikhúsið hafi staðið sig betur en Þjóðleikhúsið“ en of mikil áhersla sé á leikgerðir að mati Sigríðar. Hún kallar eftir því að leikhúsin kynni "nýja hluti fyrir áhorfendum, ný leikskáld og nýjar nálganir". Ég er henni alveg sammála hvað leikgerðirnar varðar og tel löngu tímabært að dregið sé úr vægi þeirra en hlutur íslenskrar leikritunar á móti aukinn.
Þetta höfum við í Borgarleikhúsinu lagt kapp á á undanförnum árum en við erum með leikskáld á launum allt árið, auk þess sem við styðjum við höfunda með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að panta verk og gera tímabundna samninga. Í ár má segja að hlutur íslenskra leikrita sé óvenju stór: Sending eftir Bjarna Jónsson, Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson, samstarfsverkefnin bæði eru ný íslensk leikrit, Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem er leikskáld Borgarleikhússins í ár, og heimildaverkið Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils auk barnaleikrits eftir Berg Þór Ingólfsson.
Fleiri ný íslensk verk má nefna þó um fleiri en einn höfund sé að ræða, Hannes og Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson, Vísindasýning Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Vigni Rafn Valþórsson, nýtt sviðsverk með Reykjavíkurdætrum og Fórn sem er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum eftir nokkra af þekktustu sviðshöfundum landsins. Í raun, ef leikárið okkar í heild er greint, þá er hlutur nýrra íslenskra verka um 50% að undanskildum leikgerðunum en á þessu leikári eru þær aðeins tvær; Blái hnötturinn og Salka Valka. Þá má líka rifja upp að á síðastliðnu leikári efndum við til höfundasmiðju í samstarfi við FLH, Félag leikskálda og handritshöfunda og Listahátíð í Reykjavík þar sem við kynntum til leiks, auk Sigurbjargar Þrastardóttur, þrjá splunkunýja leikritahöfunda en fáir leikhúsrýnar fjölluðu um viðburðinn að undanskildum þeim Silju Björk Huldudóttur á Morgunblaðinu og Maríu Kristjándóttur í Víðsjá.
Sigríður nefnir einnig í lok umfjöllunar sinnar um íslenska leikritun að „útgáfumál leikhandrita verði að taka í gegn, sem og leikskrár.“ Borgarleikhúsið í samstarfi við Þorvald Kristinsson tók upp á þeirri nýjung (þ.e. með nýjung á ég við að útgáfa á leikritum hefur legið niðri um árabil) á síðasta ári að gefa út ný íslensk leikrit sem frumsýnd eru í húsinu: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson voru gefin út í fyrra og von er á fleiri nýjum leikritum á bók í ár. Auk þess hefur verið stofnaður Leikritaklúbbur Borgarleikhússins en allt er þetta liður í því að efla íslenska leikritun og vekja á henni athygli.
Ekki er ljóst hvað Sigríður á við með „að taka leikskrár í gegn“ en Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á vandaðar leikskrár með greinum, viðtölum og ýmsu fróðlegu ítarefni. Borgarleikhúsið þakkar Sigríði annars ágætar ábendingar í grein sinni - sem og öðrum sem hafa lagt orð í belg um þetta mál, Magnúsi Guðmundssyni í leiðara Fréttablaðsins á mánudag og Hlín Agnarsdóttur á Facebooksíðu sinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að gagnrýnendur veiti leikhúsunum aðhald með faglegri umfjöllun og frjóum hugmyndum. Það ætti hins vegar ekki að hafa farið fram hjá neinum á undanförnum árum að Borgarleikhúsið leggur sérstakt kapp á að efla íslenska leikritun og gera henni hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum.
Tengdar fréttir

Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu.
Skoðun

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar