Sósíal drama með dansívafi Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. september 2016 09:00 Allt er á fullu við handritsgerðina. Anna Gunndís er úti en með hjálp nútímatækni kemur það ekki að sök. Vísir/GVA Þær eru báðar fyrrverandi íslandsmeistarar í freestyle og báðar leikkonur. Við sátum einhvern tíma fjögur á Snaps og vorum að tala um gömlu, góðu dagana. Þær voru að rifja upp freestyle-árin og þá kviknaði þessi hugmynd, að þetta væri góður vettvangur til þess að segja sögu og gera sjónvarp. Þannig að þær eiga nú eiginleg heiðurinn af þessu og fá hugsanlega hlutverk að launum, núna sem dansmömmur,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Kristófer Dignus. Kvartettinn sem um ræðir er auk hans skipaður Reyni Lyngdal leikstjóra og eiginkonum þeirra, leikkonunum og freestyle-meisturunum Maríu Hebu Þorkelsdóttur og Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Upprifjunin á gömlu, góðu dögunum varð kveikjan að átta þátta sjónvarpsseríunni Frístæl sem nú standa yfir handritaskrif á. Sögusvið hennar er Reykjavík árið 1986 og er hringamiðjan Tónabær og freestyle-danskeppnirnar sem áttu hug og hjörtu unglinga þess tíma. Þættirnir segja frá tveimur viljasterkum táningsstúlkum með ólíkan bakgrunn sem berjast um titilinn frístælmeistari Íslands. Á meðan heyja foreldrar þeirra sína eigin baráttu við syndir fortíðarinnar.Hér má sjá danshópinn Blitz sem vann til fyrstu verðlauna í Íslandsmeistarakeppni í frístæl árið 1987. Elma Lísa er önnur frá hægri á myndinni en hún sigraði einnig í einstaklingskeppninni.Mynd/Ljósmyndasafnið„Það er söguheimurinn. Og svo þetta hvernig það var að vera unglingur á þessu tímabili í Reykjavík í skugga kalda stríðsins, verkfalla hjá kennurum og alls þess. Þetta er svona sósíal drama með dansívafi,“ segir Kristófer og skellir upp úr. „Ég er búin að liggja svolítið í safni Sjónvarpsins. Þeir eru með þætti frá þessu tímabili og danskeppnirnar eru til hjá þeim,“ segir Kristófer meðal annars um heimildarvinnuna fyrir þættina og auðheyrt er að hann er orðinn sprenglærður í freestyle-fræðum. Þættirnir hlutu þróunarstyrk frá RÚV og handritsstyrk frá Kvikmyndasjóðnum. Vinna við handritsgerð er nú á fullri fart. Kristófer er aðalhandritshöfundur en með honum skrifa þau Dagur Hjartarson, Jónas Reynir Gunnarsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra þáttunum og þeir verða framleiddir af Pegasus. „Ég er með þau þrjú með mér og það er rosalega gaman hjá þér. Ég er svona gamli karlinn og var sextán ára þegar þetta var allt að gerast. Ég man nokkurn veginn hvernig stemningin var þannig að ég kem svona með nostalgíuvinkilinn og svo eru þau alveg ógeðslega góð í að koma með skemmtilega karaktera og flottar fléttur. Við erum að búa til skemmtilegt sjóv sem á að brúa kynslóðabilið og kveikja líka áhuga hjá unga fólkinu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Þær eru báðar fyrrverandi íslandsmeistarar í freestyle og báðar leikkonur. Við sátum einhvern tíma fjögur á Snaps og vorum að tala um gömlu, góðu dagana. Þær voru að rifja upp freestyle-árin og þá kviknaði þessi hugmynd, að þetta væri góður vettvangur til þess að segja sögu og gera sjónvarp. Þannig að þær eiga nú eiginleg heiðurinn af þessu og fá hugsanlega hlutverk að launum, núna sem dansmömmur,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Kristófer Dignus. Kvartettinn sem um ræðir er auk hans skipaður Reyni Lyngdal leikstjóra og eiginkonum þeirra, leikkonunum og freestyle-meisturunum Maríu Hebu Þorkelsdóttur og Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Upprifjunin á gömlu, góðu dögunum varð kveikjan að átta þátta sjónvarpsseríunni Frístæl sem nú standa yfir handritaskrif á. Sögusvið hennar er Reykjavík árið 1986 og er hringamiðjan Tónabær og freestyle-danskeppnirnar sem áttu hug og hjörtu unglinga þess tíma. Þættirnir segja frá tveimur viljasterkum táningsstúlkum með ólíkan bakgrunn sem berjast um titilinn frístælmeistari Íslands. Á meðan heyja foreldrar þeirra sína eigin baráttu við syndir fortíðarinnar.Hér má sjá danshópinn Blitz sem vann til fyrstu verðlauna í Íslandsmeistarakeppni í frístæl árið 1987. Elma Lísa er önnur frá hægri á myndinni en hún sigraði einnig í einstaklingskeppninni.Mynd/Ljósmyndasafnið„Það er söguheimurinn. Og svo þetta hvernig það var að vera unglingur á þessu tímabili í Reykjavík í skugga kalda stríðsins, verkfalla hjá kennurum og alls þess. Þetta er svona sósíal drama með dansívafi,“ segir Kristófer og skellir upp úr. „Ég er búin að liggja svolítið í safni Sjónvarpsins. Þeir eru með þætti frá þessu tímabili og danskeppnirnar eru til hjá þeim,“ segir Kristófer meðal annars um heimildarvinnuna fyrir þættina og auðheyrt er að hann er orðinn sprenglærður í freestyle-fræðum. Þættirnir hlutu þróunarstyrk frá RÚV og handritsstyrk frá Kvikmyndasjóðnum. Vinna við handritsgerð er nú á fullri fart. Kristófer er aðalhandritshöfundur en með honum skrifa þau Dagur Hjartarson, Jónas Reynir Gunnarsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra þáttunum og þeir verða framleiddir af Pegasus. „Ég er með þau þrjú með mér og það er rosalega gaman hjá þér. Ég er svona gamli karlinn og var sextán ára þegar þetta var allt að gerast. Ég man nokkurn veginn hvernig stemningin var þannig að ég kem svona með nostalgíuvinkilinn og svo eru þau alveg ógeðslega góð í að koma með skemmtilega karaktera og flottar fléttur. Við erum að búa til skemmtilegt sjóv sem á að brúa kynslóðabilið og kveikja líka áhuga hjá unga fólkinu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira