Tesla Model 3 markar tímamót í rafbílavæðingunni Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:30 Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“ Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira