Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 15:30 Kristín Stefánsdóttir. vísir Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira