Ekki gott fyrir OKC ef Durant og Westbrook stela þrumu hvors annars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 22:45 Kevin Durant og Russell Westbrook. Vísir/Getty Kevin Durant og Russell Westbrook eru stórstjörnur NBA-liðsins Oklahoma City Thunder og hafa verið það undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt og skrifað um samvinnu þeirra tveggja, þeir virðast vissulega vera fínir félagar en eru oft aðeins of frekir á boltann og ná kannski ekki nógu vel saman inn á vellinum. Þannig dugði það ekki liði Oklahoma City Thunder í nótt að Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu saman 76 stig. Liðið tapaði engu að síður 123-119 á móti New Orleans Pelicans. Russell Westbrook var með 44 stig og 9 stoðsendingar í leiknum en Kevin Durant skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Frábærar tölur hjá tveimur frábærum leikmönnum. Þegar tvær stærstu stjörnur liðsins eru með 76 stig og 16 stoðsendingar þá þykir það magnað að það dugi ekki til sigurs á móti liði sem er langt frá því að vera með fimmtíu prósent sigurhlutfall. Tölfræði ESPN fóru því á stúfana og skoruðu hvernig gengi Oklahoma City Thunder liðsins er í vetur þegar bæði Kevin Durant og Russell Westbrook skora 25 stig eða meira. Þar komu athyglisverðir hlutir í röð. Oklahoma City Thunder hefur nefnilega aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum á tímabilinu þegar þeir Kevin Durant og Russell Westbrook skora báðir 25 stig eða meira. Gengi Thunder-liðsins er nefnilega miklu betra þegar bara Kevin Durant skorar 25 stig eða meira en ekki Westbrook (14-4, 78 prósent sigurhlutfall), Russell Westbrook skorar yfir 25 stig en ekki Durant (4-0, 100 prósent) eða þegar hvorugur þeirra nær að skora 25 stig en þá státar lið Oklahoma City Thunder að hundrað prósent sigurhlutfalli í vetur (11 sigrar - 0 töp). Leikurinn í nótt var jafnframt fjórði leikurinn í röð sem Oklahoma City Thunder tapar í venjulegum tíma þar sem þeir Kevin Durant og Russell Westbrook skora báðir 30 stig eða meira.Kevin Durant & Russell Westbrook combined for 76 pts in loss vs Pelicans. OKC: 9-9 in gms where both score 25+ pts pic.twitter.com/czVUS0ai0Z— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) 26 February 2016 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Kevin Durant og Russell Westbrook eru stórstjörnur NBA-liðsins Oklahoma City Thunder og hafa verið það undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt og skrifað um samvinnu þeirra tveggja, þeir virðast vissulega vera fínir félagar en eru oft aðeins of frekir á boltann og ná kannski ekki nógu vel saman inn á vellinum. Þannig dugði það ekki liði Oklahoma City Thunder í nótt að Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu saman 76 stig. Liðið tapaði engu að síður 123-119 á móti New Orleans Pelicans. Russell Westbrook var með 44 stig og 9 stoðsendingar í leiknum en Kevin Durant skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Frábærar tölur hjá tveimur frábærum leikmönnum. Þegar tvær stærstu stjörnur liðsins eru með 76 stig og 16 stoðsendingar þá þykir það magnað að það dugi ekki til sigurs á móti liði sem er langt frá því að vera með fimmtíu prósent sigurhlutfall. Tölfræði ESPN fóru því á stúfana og skoruðu hvernig gengi Oklahoma City Thunder liðsins er í vetur þegar bæði Kevin Durant og Russell Westbrook skora 25 stig eða meira. Þar komu athyglisverðir hlutir í röð. Oklahoma City Thunder hefur nefnilega aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum á tímabilinu þegar þeir Kevin Durant og Russell Westbrook skora báðir 25 stig eða meira. Gengi Thunder-liðsins er nefnilega miklu betra þegar bara Kevin Durant skorar 25 stig eða meira en ekki Westbrook (14-4, 78 prósent sigurhlutfall), Russell Westbrook skorar yfir 25 stig en ekki Durant (4-0, 100 prósent) eða þegar hvorugur þeirra nær að skora 25 stig en þá státar lið Oklahoma City Thunder að hundrað prósent sigurhlutfalli í vetur (11 sigrar - 0 töp). Leikurinn í nótt var jafnframt fjórði leikurinn í röð sem Oklahoma City Thunder tapar í venjulegum tíma þar sem þeir Kevin Durant og Russell Westbrook skora báðir 30 stig eða meira.Kevin Durant & Russell Westbrook combined for 76 pts in loss vs Pelicans. OKC: 9-9 in gms where both score 25+ pts pic.twitter.com/czVUS0ai0Z— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) 26 February 2016
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira