Tvö bestu liðin mætast í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 06:00 Valsarinn Geir Guðmundsson í leik gegn Haukum. Vísir Bikarúrslitahelgin hófst með undanúrslitum kvenna og í kvöld er komið að körlunum. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er í 3. sæti Olís-deildarinnar, þekkir vel til liðanna sem mætast í kvöld og Fréttablaðið fékk hann til að spá í spilin. „Þetta er stórkostleg helgi og það verða ansi margir sem sitja heima með sárt ennið yfir að fá ekki að taka þátt í þessum leikjum,“ segir Einar. Fyrri leikur dagsins er á milli toppliðanna Vals og Hauka. „Þarna eru tvö bestu lið vetrarins að mætast og þetta eru svipuð lið að mörgu leyti. Þau byggja á sterkum 6:0 vörnum og eru með frábæra markmenn. Það verður gaman að sjá hverjir ná markvörslunni betur á flot, hvort Morkunas loki eins og hann er búinn að vera að gera eða hvort Bubbi (Hlynur Morthens) taki einn af þessum leikjum sem hann klárar,“ segir Einar Andri,Haukarnir kannski með tak á Val „Haukarnir eru sigurstranglegri miðað við einvígi þessara liða. Þeir eru kannski með eitthvert tak á Val,“ segir Einar Andri en Haukarnir hafa unnið báða deildarleiki liðanna í vetur og unnu Val 3-0 í úrslitakeppninni síðasta vor. „Liðin er bæði ógnarsterk og með frábæra leikmenn í öllum stöðum. Mér finnst samt fleiri leikmenn hjá Haukum vera að spila topptímabil, Janus (Daði Smárason), Adam (Haukur Baumruk) og (Giedrius) Morkunas. Ég myndi setja peninginn á Haukana,“ segir Einar Andri. Seinni leikurinn er á milli 1. deildarliðs Stjörnunnar og liðs Gróttu sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum í Olís-deildinni og hefur ekki tapað leik síðan löngu fyrir jól. Stjarnan hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur.VísirPressan er á Gróttuliðinu „Grótta er klárlega með sterkara lið og sterkari hóp. Pressan er líka á þeim. Þetta er krefjandi verkefni fyrir Gróttumenn að vera búnir að standa sig svona frábærlega o?g komast alla þessa leið en vera samt með pressuna á sér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ráða við þá pressu. Stjarnan er með færri góða leikmenn en þeir geta vel unnið þennan leik ef allt gengur upp hjá þeim,“ sagði Einar Andri. „Ég myndi spá Gróttunni sigri en það getur allt gerst þarna,“ segir Einar Andri. En hvað með úrslitaleikinn?65 prósent líkur „Ég held að það horfi flestir á leik Hauka og Vals sem úrslitaleik. Liðin eru bæði með gríðarlega breidd og það hentar þeim mjög vel að spila með svona stuttu millibili. Grótta er búin að vera á það miklu flugi að undanförnu og ef við segjum að þeir klári Stjörnuna þá held ég að þeir hafi nóga orku til að takast á við þetta. Ég held samt að það séu svona 65 prósent líkur á því að sigurvegari bikarúrslitahelgarinnar komi úr þessum fyrri undanúrslitaleik á milli Hauka og Vals,“ segir Einar. Handbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Bikarúrslitahelgin hófst með undanúrslitum kvenna og í kvöld er komið að körlunum. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er í 3. sæti Olís-deildarinnar, þekkir vel til liðanna sem mætast í kvöld og Fréttablaðið fékk hann til að spá í spilin. „Þetta er stórkostleg helgi og það verða ansi margir sem sitja heima með sárt ennið yfir að fá ekki að taka þátt í þessum leikjum,“ segir Einar. Fyrri leikur dagsins er á milli toppliðanna Vals og Hauka. „Þarna eru tvö bestu lið vetrarins að mætast og þetta eru svipuð lið að mörgu leyti. Þau byggja á sterkum 6:0 vörnum og eru með frábæra markmenn. Það verður gaman að sjá hverjir ná markvörslunni betur á flot, hvort Morkunas loki eins og hann er búinn að vera að gera eða hvort Bubbi (Hlynur Morthens) taki einn af þessum leikjum sem hann klárar,“ segir Einar Andri,Haukarnir kannski með tak á Val „Haukarnir eru sigurstranglegri miðað við einvígi þessara liða. Þeir eru kannski með eitthvert tak á Val,“ segir Einar Andri en Haukarnir hafa unnið báða deildarleiki liðanna í vetur og unnu Val 3-0 í úrslitakeppninni síðasta vor. „Liðin er bæði ógnarsterk og með frábæra leikmenn í öllum stöðum. Mér finnst samt fleiri leikmenn hjá Haukum vera að spila topptímabil, Janus (Daði Smárason), Adam (Haukur Baumruk) og (Giedrius) Morkunas. Ég myndi setja peninginn á Haukana,“ segir Einar Andri. Seinni leikurinn er á milli 1. deildarliðs Stjörnunnar og liðs Gróttu sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum í Olís-deildinni og hefur ekki tapað leik síðan löngu fyrir jól. Stjarnan hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur.VísirPressan er á Gróttuliðinu „Grótta er klárlega með sterkara lið og sterkari hóp. Pressan er líka á þeim. Þetta er krefjandi verkefni fyrir Gróttumenn að vera búnir að standa sig svona frábærlega o?g komast alla þessa leið en vera samt með pressuna á sér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ráða við þá pressu. Stjarnan er með færri góða leikmenn en þeir geta vel unnið þennan leik ef allt gengur upp hjá þeim,“ sagði Einar Andri. „Ég myndi spá Gróttunni sigri en það getur allt gerst þarna,“ segir Einar Andri. En hvað með úrslitaleikinn?65 prósent líkur „Ég held að það horfi flestir á leik Hauka og Vals sem úrslitaleik. Liðin eru bæði með gríðarlega breidd og það hentar þeim mjög vel að spila með svona stuttu millibili. Grótta er búin að vera á það miklu flugi að undanförnu og ef við segjum að þeir klári Stjörnuna þá held ég að þeir hafi nóga orku til að takast á við þetta. Ég held samt að það séu svona 65 prósent líkur á því að sigurvegari bikarúrslitahelgarinnar komi úr þessum fyrri undanúrslitaleik á milli Hauka og Vals,“ segir Einar.
Handbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira