Hunsar Alþingi fullveldi íslensku þjóðarinnar? Lawrence Lessig skrifar 5. mars 2016 07:00 Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun