Ókeypis heilbrigðisþjónustu Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun