Íslenski boltinn

Fjórtán ára skoraði fernu á korteri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane er komin með fimm mörk í tveimur leikjum á tímabilinu.
Sveindís Jane er komin með fimm mörk í tveimur leikjum á tímabilinu. mynd/heimasíða keflavíkur
Hin 14 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir mun eflaust ekki gleyma bikarleik Keflavíkur og Álftaness sem fór fram á Bessastaðavelli í dag í bráð.

Sveindís, sem hefur leikið þrjá leiki fyrir U-17 ára landsliðið, kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í stöðunni 1-1.

Það tók þennan efnilega framherja aðeins fimm mínútur að koma Keflavík í 1-2. Hún bætti svo öðru marki við á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar fullkomnaði Sveindís þrennuna. Á 80. mínútu kom hún boltanum í markið í fjórða sinn og kom Keflvíkingum í 1-5.

Gestirnir bættu einu marki við á lokamínútunni og lokatölur því 1-6.

Álftnesingar eru sennilega komnir með nóg af Sveindísi en hún skoraði einnig í leik liðanna í B-riðli 1. deildar á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×