Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta tilkynnti Guðni á Bessastöðum rétt í þessu eftir fund þeirra Katrínar þar. Forsetinn greindi frá því að eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði komið á fund hans í gær þá ræddi hann við Katrínu og fór þess á leit við hana að hún myndi leiða viðræður um stjórnarmyndun. Varð Katrín við því en eftir að Guðni hafði rætt við hana ræddi hann við formenn annarra flokka og sagði þeim að hann hefði beðið Katrínu um að taka við umboðinu. Guðni sagði að á fundi þeirra í dag hefði hann rætt það við Katrínu að þó að ekki ætti að ana að neinu þá þyrfti að hafa hraðar hendur. Sagði forseti að Katrín hefði sýnt því sjónarmiði hans fullan skilning. Aðspurður sagði Guðni að þau Katrín hefðu ekki beinlínis rætt um hversu marga daga hún fengi til að spreyta sig á myndun ríkisstjórnar. „Við töluðum um það að um helgina, í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og svo fylgist ég auðvitað með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson en Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, stendur vaktina fyrir fréttastofu á Bessastöðum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta tilkynnti Guðni á Bessastöðum rétt í þessu eftir fund þeirra Katrínar þar. Forsetinn greindi frá því að eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði komið á fund hans í gær þá ræddi hann við Katrínu og fór þess á leit við hana að hún myndi leiða viðræður um stjórnarmyndun. Varð Katrín við því en eftir að Guðni hafði rætt við hana ræddi hann við formenn annarra flokka og sagði þeim að hann hefði beðið Katrínu um að taka við umboðinu. Guðni sagði að á fundi þeirra í dag hefði hann rætt það við Katrínu að þó að ekki ætti að ana að neinu þá þyrfti að hafa hraðar hendur. Sagði forseti að Katrín hefði sýnt því sjónarmiði hans fullan skilning. Aðspurður sagði Guðni að þau Katrín hefðu ekki beinlínis rætt um hversu marga daga hún fengi til að spreyta sig á myndun ríkisstjórnar. „Við töluðum um það að um helgina, í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og svo fylgist ég auðvitað með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson en Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, stendur vaktina fyrir fréttastofu á Bessastöðum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02