Innlent

Fangar inn á Hólmsheiði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðfáninn blakti við hún er fyrstu fangarnir komu í fangelsið á Hólmsheiði í gær.
Þjóðfáninn blakti við hún er fyrstu fangarnir komu í fangelsið á Hólmsheiði í gær. vísir/eyþór
Formlegur fangelsisrekstur hófst í nýju fangelsi á Hólmsheiði í gær þegar kvennadeild fangelsisins var tekin í notkun. Í fangelsinu eru 56 fangapláss.

Til að byrja með verður aðeins kvennadeild tekin í notkun en á næstu dögum mun Fangelsismálastofnun hefja boðun fanga til afplánunar í nýja fangelsið og taka fleiri deildir í notkun.

Að lokum mun gæsluvarðhaldseinangrun flutt úr fangelsinu á Litla-Hrauni í nýja fangelsið. Gert er ráð fyrir að það verði gert í upphafi næsta árs.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið

Miklar framkvæmdir eru fram undan við húsnæðið sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Kostnaðurinn hefur verið varlega áætlaður 240 milljónir króna sem nú er talið of lítið. Húsið verður ekki tekið í notkun aftur á næstu tveimur árum.

Hólmsheiði seinkar enn frekar

„Við gerum ráð fyrir að fyrstu fangar fari í hús núna um mánaðamótin september-október,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×