Heilbrigð samkeppni Erling Freyr Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun