Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2016 12:15 Til vinstri má sjá mynd af Steinda í miðjum tökum í sumar. Hin myndin er glæný. mynd/brynjar snær „Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira