Engar teikningar til af Exeter-húsinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:15 Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00