Elska gervigras Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 06:00 Harpa fagnar einu marka sinna ásamt Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur. vísir/hilmar þór guðmundsson/ksí Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10