NBA: San Antonio vann síðasta heimaleikinn og náði meti Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 07:15 San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira