Stórfyrirtækjum verði gert skylt að birta tölur um tekjur og skatta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Mótmælendur efndu í gær til uppákomu fyrir utan byggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. vísir/epa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira