Nám í lýðræði - og íslensk umræðuhefð Tryggvi Gíslason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar