Erlent

Nýjar flóttamannabúðir í Grikklandi sagðar óhæfar dýrum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Margar flóttafjölskyldur í Grikklandi búa nú í tjöldum innan hús og hafa hvorki aðgang að vatni né rafmagni.
Margar flóttafjölskyldur í Grikklandi búa nú í tjöldum innan hús og hafa hvorki aðgang að vatni né rafmagni. Vísir/Getty
Mótmælt var í dag í Grikklandi vegna 3000 flóttamanna sem fluttir voru úr Idomeni búðunum í síðustu viku yfir í nýjar varanlegar búðir. Talað er um að aðstæður í nýju flóttamannabúðunum standist ekki grunnkröfur til búsetu og er lýst á þann hátt að þær hæfi ekki dýrum.

Nýju flóttamannabúðirnar eru í yfirgefnum blokkum sem áður voru í umsjá hersins og þar engin aðgangur að rennandi vatni né rafmagni. Þar búa margir flóttamannana í tjöldum sem komið hefur verið fyrir innandyra.

Eftir að ljósmyndir sem teknar voru af flóttafólki á staðnum rötuðu í fjölmiðla hefur mikil umræða myndast um málið í Grikklandi.

Einnig er ekki vitað hvað varð um 4000 manns sem áttu að hafa búið í Idomeni flóttamannabúðunum en skiluðu sér ekki á nýja staðinn. Talið er að stór hluti þeirra hafi dreifst víðs vegar um Grikklandi og að margir búi nú á götum úti í bæjum á borð við Thessaloniki eða feli sig í skógum nálægt landamærum Makidóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×