Eze Okafor: „Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. maí 2016 22:54 Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13