Menntamálastofnun tók formlega til starfa 1. október síðastliðinn, en hún tók þá yfir verkefni Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Í ákvörðun Kjararáðs segir að hliðsjón hafi verið höfð af launum forstjóra stofnananna sem lagðar voru niður.

Þá hefur Kjararáð nýverið fært laun Guðjóns Brjánssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HSV), í sama launaflokk og kollega hans hjá heilbrigðisstofnunum Norðurlands og Suðurlands. Ráðið segir það gert til að gæta jafnræðis í ákvörðunum. Heildarlaun forstjóra heilbrigðisstofnana eru 1.143.569, rúmum fimm prósentum hærri en þau voru hjá HSV. Ákvörðunin er afturvirk frá og með 1. október 2014.
Forstjóri HSV og forstjóri Menntamálastofnunar eru í sama launaflokki, en sá fyrrnefndi fær greiddar 28 yfirvinnueiningar á mánuði meðan hinn fær greiddar 26. Hver yfirvinnueining er 8.934 krónur.