Innlent

Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins hættur vegna Panama-skjalanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Panama-skjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca.
Panama-skjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. vísir/afp
Kristján Örn Sigurðsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins vegna Panama-skjalanna. Kristján var skráður eigandi aflandsfélags en um mál hans var fjallað í Kastljósi á mánudagskvöld. Kristjáni bar að afla leyfis stjórnar vegna við skipta sinna en það gerði hann ekki.

Ólafur Haukur Jónsson, forstöðumaður rekstrarsviðs Sameinaða lífeyrissjóðsins, mun gegna störfum framkvæmdastjóra tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristjáns vegna málsins:

Í ljósi umræðu um mig og þeirrar staðreyndar að nafn mitt er að finna í Panamaskjölunum vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Ég hef ávallt gætt þess í mínum störfum að starfa af heilindum og fara að lögum og reglum. Ég tel mikilvægt vegna þessarar umræðu um mig að Sameinaði lífeyrissjóðurinn verði ekki fyrir skaða. Ég hef því tilkynnt stjórn sjóðsins að ég óski lausnar frá störfum í þeirra von að sátt megi skapast um sjóðinn og starfsemi hans.

Ég hef starfað í 19 ár hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka öllu þessu góða fólki fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár.

Virðingarfyllst,

Kristján Örn Sigurðsson

Á laugardag sagði Kári Arnór Kárason starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs en hann var einnig skráður eigandi aflandsfélaga.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×