Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 10:00 Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Vísir/Getty Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira