Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2016 07:00 150.000 manns fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík í fyrra. vísir/Pjetur Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi voru 42 þúsund fleiri í fyrra en árið 2014. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár, eða frá 25 til 44 þúsund manns. Sú fjölgun jafngildir árlega öllum þeim fjölda ferðamanna sem nýttu sér þessa afþreyingu í kringum aldamótin. Þetta sýna tölur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem teknar voru saman fyrir Fréttablaðið, og byggja á tölfræði Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Árleg fjölgun hefur verið 15 til 34 prósent.Skapti Örn ÓlafssonFréttablaðið óskaði jafnframt eftir því að SAF gæfi upp spá sína um fjölgun ferðamanna á skipsfjöl hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum á þessu ári, og samkvæmt henni verða það tæplega 327 þúsund manns sem nýta munu þessa þjónustu, sem jafngildir um það bil íbúafjölda landsins. Því er ljóst að 20 til 25 prósent þeirra ferðamanna sem sækja landið heim hafa farið í hvalaskoðunarferð á undanförnum árum, enda 99 prósent viðskiptavina fyrirtækjanna erlendir gestir. Í gögnum SAF kemur jafnframt fram að tólf fyrirtæki muni bjóða hvalaskoðunarferðir á þessu ári. Þeim hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005 en tíu árið 2010, og tólf voru þau í fyrra. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 í fyrra. Tvö þessara fyrirtækja gerðu út frá Reykjavík, fjögur frá Húsavík, þrjú í Eyjafirði og eitt fyrirtæki starfar á Ólafsvík, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Samtök ferðaþjónustunnar eiga fund með sjávarútvegsráðherra í næstu viku þar sem samtökin munu leggja áherslu á mikilvægi þess að stækka griðasvæði hvala á Faxaflóa. „Við viljum meina að verið sé að skerða atvinnufrelsi hvalaskoðunarfyrirtækja á Faxaflóa þar sem veiðar á hrefnu eru stundaðar á nánast sama svæði og hvalirnir eru skoðaðir. Að okkar mati er þetta spurning um skipulag og hvetjum við sjávarútvegsráðherra til að stækka griðasvæði á Faxaflóa í samræmi við óskir ferðaþjónustunnar,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi voru 42 þúsund fleiri í fyrra en árið 2014. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár, eða frá 25 til 44 þúsund manns. Sú fjölgun jafngildir árlega öllum þeim fjölda ferðamanna sem nýttu sér þessa afþreyingu í kringum aldamótin. Þetta sýna tölur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem teknar voru saman fyrir Fréttablaðið, og byggja á tölfræði Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Árleg fjölgun hefur verið 15 til 34 prósent.Skapti Örn ÓlafssonFréttablaðið óskaði jafnframt eftir því að SAF gæfi upp spá sína um fjölgun ferðamanna á skipsfjöl hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum á þessu ári, og samkvæmt henni verða það tæplega 327 þúsund manns sem nýta munu þessa þjónustu, sem jafngildir um það bil íbúafjölda landsins. Því er ljóst að 20 til 25 prósent þeirra ferðamanna sem sækja landið heim hafa farið í hvalaskoðunarferð á undanförnum árum, enda 99 prósent viðskiptavina fyrirtækjanna erlendir gestir. Í gögnum SAF kemur jafnframt fram að tólf fyrirtæki muni bjóða hvalaskoðunarferðir á þessu ári. Þeim hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005 en tíu árið 2010, og tólf voru þau í fyrra. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 í fyrra. Tvö þessara fyrirtækja gerðu út frá Reykjavík, fjögur frá Húsavík, þrjú í Eyjafirði og eitt fyrirtæki starfar á Ólafsvík, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Samtök ferðaþjónustunnar eiga fund með sjávarútvegsráðherra í næstu viku þar sem samtökin munu leggja áherslu á mikilvægi þess að stækka griðasvæði hvala á Faxaflóa. „Við viljum meina að verið sé að skerða atvinnufrelsi hvalaskoðunarfyrirtækja á Faxaflóa þar sem veiðar á hrefnu eru stundaðar á nánast sama svæði og hvalirnir eru skoðaðir. Að okkar mati er þetta spurning um skipulag og hvetjum við sjávarútvegsráðherra til að stækka griðasvæði á Faxaflóa í samræmi við óskir ferðaþjónustunnar,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira