Saksóknari felldi niður HIV-málið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2016 19:15 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira