Innlent

Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í vikunni.
Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í vikunni. vísir/ernir
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur beðist afsökunar á orðalagi í skýrslu um einkavæðingu bankanna hina síðari sem meirihluti nefndarinnar birti í vikunni. Hann segir umræðuna hafa snúist um form skýrslunnar frekar en efni og að því verði gildishlaðin orð eða annað sem geti valdið misskilningi svo efnisleg umræða geti farið fram.

„Það var aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga sem ekki eiga annað skilið en þakkir fyrir sín störf. Það er rétt og skylt að biðjast velvirðingar á slíkum mistökum,“ skrifar Guðlaugur á Facebook-síðu sína.

Hann segir nefndina hafa fengið ábendingar um að hægt sé að skilja orðalag í skýrslunni sem árásir eða gagnrýni á embættismenn og sérfræðinga sem komu að málunum. „Í þessu ljósi verður orðalag skýrslunnar endurskoðað. Gildishlaðin orð eða annað sem valdið getur misskilningi fjarlægt þannig að efnisleg umræða fari fram.“

Guðlaugur segir miður að umræðan hafi ekki snúist um þær mikilvægu upplýsingar sem komu fram í skýrslunni. Þá ítrekar hann það sem fram hefur komið um að óháðir aðilar verði fengnir til að rannsaka allar hliðar á  því sem fram kemur í skýrslunni.

Færslu Guðlaugs má sjá hér fyrir neðan.,


Tengdar fréttir

Segir ásakanirnar hafa verið hraktar

„Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon




Fleiri fréttir

Sjá meira


×