Innlent

Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent.
Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. vísir
Fylgi Pírata og Vinstri grænna hefur lækkað um tæp þrjú prósentustig frá mánaðarmótum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. RÚV greinir frá.

Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur aðeins minnkað og er nú 25,5 prósent. Þá mælist Framsóknarflokkurinn með 9,4 prósent, Samfylkingin með 8,8 prósent og Björt framtíð með 2,9 prósent.

Viðreisn bætir við sig 1,6 prósentustigum og mælist nú með 12,2 prósent. Fylgi flokka sem ekki eiga sæti á þingi, annarra en Viðreisnar, hefur aukist um tæp 4 prósent og stendur nú í  4,6 prósentum. Þar af segjast 2 prósent ætla að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×