Viðskipti innlent

Eimskip býður í smíði og rekstur Vestmannaeyjarferju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýi ferja myndi leysa af hólmi gamla skipið.
Nýi ferja myndi leysa af hólmi gamla skipið. Vísir/Stefán
Eimskip lagði í dag fram tilboð í B hluta útboðs Ríkiskaupa, í smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju. Tilboðin gera ráð fyrir að Eimskip smíði nýja ferju sem yrði afhent um mitt ár 2018 og myndi félagið sjá um rekstur og þjónustu ferjunnar allt til ársins 2030. Heildartilboð Eimskip í að smíða nýja ferju og sjá um rekstur hennar í 12 ár liggur á bilinu 8,1 – 9,4  milljarðar króna.

Eimskip hefur unnið tilboðið með sínum færustu sérfræðingum og í samstarfi við erlendar skipasmíðastöðvar. Eimskip leggur ekki fram tilboð í A hluta útboðsins sem snýr að því að smíða nýtt skip og selja til ríkisins.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur frma að ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort ríkið tekur tilboðum í A-hluta eða B-hluta. Ef A hluti verður fyrir valinu og ríkið semur beint við skipasmíðastöð má búast við að reksturinn verði boðinn út síðar.

Samkvæmt skilmálum útboðsins hafa Ríkiskaup 18 vikur til að meta innsend tilboð og því liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort  tilboði Eimskips verði tekið. Málið er nú í höndum ríkisins að meta tilboðin.


Tengdar fréttir

Þarfir heimamanna ráði

Komið er að útboði nýs Herjólfs. Heimamenn minna á sig og krefja stjórnvöld um aðgerðir og viðurkenningu á því að þjóðvegurinn til Eyja liggi um opið haf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×