Bíó og sjónvarp

Bakvið tjöldin á nýjustu Star Wars myndinni: Íslandi bregður fyrir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flott myndband.
Flott myndband.
Aðdáendur Star Wars bíða væntanlega í ofvæni eftir næstu Star Wars mynd en Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember.

Í dag birtist skemmtilegt myndband sem sýnir bakið tjöldin við gerð myndarinnar.

Rogue One fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu. Hún gerist í raun áður en söguþráður New Hope byrjar.

Myndin var meðal annars tekin upp við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi og bregður Ísland fyrir í myndbandinu. Leikstjóri er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Þá leika þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Forest Whitaker og fleiri í myndinni. 

Íslendingar bíða eflaust spenntir eftir myndinni þar sem tökulið Star Wars var hér á landi í dágóða stund í fyrrasumar. Hér að neðan má sjá myndbandið og síðan  glænýtt plakat fyrir kynningarstarf myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.