ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: "Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 11:01 vísir/stöð 2 Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon
Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10