Jeppe Hansen genginn í raðir KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 14:15 Jeppe Hansen með KR treyjuna. mynd/kr Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31
Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45