Jeppe Hansen genginn í raðir KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 14:15 Jeppe Hansen með KR treyjuna. mynd/kr Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Danski framherjinn Jeppe Hansen er genginn í raðir KR, en fram kemur á heimasíðu vesturbæjarliðsins að hann er búinn að skrifa undir samning úr næstu leiktíð við KR-inga. Jeppe verður fimmti Daninn í herbúðum KR en fyrir eru Morten Beck, Michael Præst, Denis Fazlagic og Morten Beck Andersen. Jeppe kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá því 2014 með stuttu stoppi í Danmörku seinni hluta þess tímabils. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum fyrri hluta meistaraárs Stjörnunnar fyrir tveimur árum síðan.Sjá einnig:Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Daninn skoraði átta mörk í 21 leik á síðasta tímabili en hefur aðeins byrjað tvo af tíu deildarleikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö þeirra.Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni.vísir/vilhelmKR vantar mörk Hann var mjög ósáttur við spiltíma sinn í Garðabænum og sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni: „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu Víkingur Ólafsvík, ÍBV, Keflavík og fleiri lið áhuga á að fá þennan öfluga framherja í sínar raðir en hann fær nú þá ábyrgð að rífa upp markaskorun í vesturbænum sem hefur verið af skornum skammti. KR er aðeins búið að skora átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eða fæst allra liða. Samkeppnin um einu framherjastöðuna er mikil hjá KR með þá Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen í hópnum en hvorugur þeirra hefur skorað mark í deild eða bikar í sumar. Báðir hafa þó komist á blað í forkeppni Evrópudeildarinnar og skoraði Morten Beck Andersen tvö mörk í mögnuðu 3-3 jafntefli KR gegn Grasshoper frá Sviss í gær. Fyrsti leikur Jeppe Hansen fyrir KR verður væntanlega á sunnudagskvöldið þegar liðið heimsækir Fylki í sex stiga fallbaráttuslag.Jeppe Hansen er gengin til liðs við KR og verður hjá okkur út tímabilið 2017 pic.twitter.com/K7GwGgmZ1f— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 15, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31 Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45 Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Jeppe á leið í Vesturbæinn? Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. 13. júlí 2016 23:31
Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Danski framherjinn ósáttur með spiltímann í Garðabænum og leitar sér að nýju liði í félagaskiptaglugganum. 12. júlí 2016 14:45