Handbolti

Agnar Smári aftur til Eyja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Agnar Smári í Eyjabúningnum.
Agnar Smári í Eyjabúningnum. vísir/valli
Eyjamönnum hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir átökin á seinni hluta tímabilsins í Olís-deild karla í handbolta.

Félagið hefur náð samkomulagi við örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson um að leika með liðinu út tímabilið, en þetta kemur fram á Facebook-síðu ÍBV.

Agnar Smári kemur til Eyja frá danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy þaðan sem hann hélt frá Eyjum eftir að verða Íslandsmeistari 2014 með ÍBV og bikarmeistari 2015.

Agnar er í miklum metum hjá Eyjaliðinu eftir frábær ár með ÍBV áður en hann hélt út. Hann er maðurinn sem skoraði sigurmarkið í oddaleiknum á móti Haukum í lokaúrslitunum 2014. Markið sem tryggði ÍBV titilinn.

Eyjamenn eru í fimmta sæti með 18 stig eftir 18 umferðir í Olís-deildinni og hafa spilað langt undir væntingum, en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót.

Hans fyrsti leikur verður á móti HK í bikarnum á mánudaginn.

Tilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV.ÍBV hefur náð samkomulagi við Agnar Smára Jónsson um að leika með liðinu út...

Posted by ÍBV Handbolti on Friday, January 29, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×