Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 10:44 Casa Christi. Vísir/Vilhelm Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“. Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“.
Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00