Ofsóttur af Boko Haram - óvelkominn á Íslandi Frosti Logason skrifar 29. janúar 2016 12:56 Henry Eze Okafur er nígerískur hælisleitandi sem hefur nú dvalið á Íslandi í tæp fjögur ár án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir af yfirvöldum. Henry fékk símtal frá lögreglunni í gær þar sem tilkynnt var að honum skyldi vísað úr landi á mánudaginn næsta. Henry sagði sögu sína í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Henry Eze flúði heimaland sitt árið 2011 þegar íslamistar úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram voru farnir að gera sig breiða í landinu. Henry Eze sem er sjálfur kristinnar trúar gat eðli málsins samkvæmt ekki samþykkti að ganga til liðs við samtökin þegar þeir fóru fram á það við hann. Hann og bróðir hans þurftu í kjölfarið að þola ofsóknir af hendi liðsmanna Boko Haram og á endanum var bróðir hans myrtur. Henry ber í dag ummerki þessara ofsókna á vinstra enni sínu en þar má sjá ljótan skurð eftir hnífstungu sem fór inn fyrir höfuðkúpu Henrys og veitti honum lífshættulega áverka. Íslenskur læknir sem skoðaði hann eftir komuna til landsins þurfti ítrekað að beita sér fyrir því að gerð yrði á honum aðgerð þar sem í sárið var komin ígerð að innanverðu sem ógnaði heila hans og heilsu. Haukur Hilmarsson frá No Borders Iceland bendir á að mál Henrys sé sérstakt. Boko Haram séu alræmd samtök sem séu illa liðin af íbúum vestrænna lýðræðisríkja. Á Íslandi ríki almenn sátt á meðal almennings um að taka eigi upp mál á borð við Henrys. Að honum skuli vísað frá án þess að mál hans sé yfirhöfuð skoðað veki vissa furðu. Lögmaður Henry Eze, Katrín Theodórsdóttir, hefur gert alvarlega athugasemd við þessa framkvæmd hjá Útlendingastofnun og býst við að funda með stofnunni um mál hans í dag. Henry Eze verður vísað aftur til Svíþjóðar á mánudag, sem er það upprunaland innan Schengen svæðisins sem hann kom fyrst til, og ber samvæmt hinni umtöluðu Dyflinnareglugerð því ábyrgð á umsókn hans. Um 163 þúsund flóttamenn og farandfólk sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Fleiri hælisleitendur en í nokkru öðru Evrópulandi miðað við fólksfjölda. Nú hafa Svíar þó hert verulega allar sínar reglur og vinna sænsk stjórnvöld nú að því að vísa úr landi allt að 80 þúsund hælisleitendum. Þess ber að geta að ríkjum ber ekki skylda til að endursenda hælisleitendur til annarra ríkja samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni heldur er um heimildarákvæði að ræða. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Íslam í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon
Henry Eze Okafur er nígerískur hælisleitandi sem hefur nú dvalið á Íslandi í tæp fjögur ár án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir af yfirvöldum. Henry fékk símtal frá lögreglunni í gær þar sem tilkynnt var að honum skyldi vísað úr landi á mánudaginn næsta. Henry sagði sögu sína í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Henry Eze flúði heimaland sitt árið 2011 þegar íslamistar úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram voru farnir að gera sig breiða í landinu. Henry Eze sem er sjálfur kristinnar trúar gat eðli málsins samkvæmt ekki samþykkti að ganga til liðs við samtökin þegar þeir fóru fram á það við hann. Hann og bróðir hans þurftu í kjölfarið að þola ofsóknir af hendi liðsmanna Boko Haram og á endanum var bróðir hans myrtur. Henry ber í dag ummerki þessara ofsókna á vinstra enni sínu en þar má sjá ljótan skurð eftir hnífstungu sem fór inn fyrir höfuðkúpu Henrys og veitti honum lífshættulega áverka. Íslenskur læknir sem skoðaði hann eftir komuna til landsins þurfti ítrekað að beita sér fyrir því að gerð yrði á honum aðgerð þar sem í sárið var komin ígerð að innanverðu sem ógnaði heila hans og heilsu. Haukur Hilmarsson frá No Borders Iceland bendir á að mál Henrys sé sérstakt. Boko Haram séu alræmd samtök sem séu illa liðin af íbúum vestrænna lýðræðisríkja. Á Íslandi ríki almenn sátt á meðal almennings um að taka eigi upp mál á borð við Henrys. Að honum skuli vísað frá án þess að mál hans sé yfirhöfuð skoðað veki vissa furðu. Lögmaður Henry Eze, Katrín Theodórsdóttir, hefur gert alvarlega athugasemd við þessa framkvæmd hjá Útlendingastofnun og býst við að funda með stofnunni um mál hans í dag. Henry Eze verður vísað aftur til Svíþjóðar á mánudag, sem er það upprunaland innan Schengen svæðisins sem hann kom fyrst til, og ber samvæmt hinni umtöluðu Dyflinnareglugerð því ábyrgð á umsókn hans. Um 163 þúsund flóttamenn og farandfólk sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Fleiri hælisleitendur en í nokkru öðru Evrópulandi miðað við fólksfjölda. Nú hafa Svíar þó hert verulega allar sínar reglur og vinna sænsk stjórnvöld nú að því að vísa úr landi allt að 80 þúsund hælisleitendum. Þess ber að geta að ríkjum ber ekki skylda til að endursenda hælisleitendur til annarra ríkja samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni heldur er um heimildarákvæði að ræða.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Íslam í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon