Draymond Green og Klay Thompson með Curry í Stjörnuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 14:45 Klay Thompson, Stephen Curry og Draymond Green. Vísir/Getty Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti) NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti)
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira