Febrúarspá Siggu Kling – Steingeit: Sérð sjálfa þig í réttu ljósi 29. janúar 2016 09:00 Elsku besta steingeitin mín. Það er búinn að vera mikill hamagangur í kringum þig undanfarna tvo mánuði en lífið er að falla í ljúfa löð og færast í góðar skorður núna. Það er eins og þú sjáir hlutina í öðru ljósi, finnir jafnvægið leika við þig og gerir þér grein fyrir því að þú getur ekki alltaf stjórnað öllu. Hugarró og æðruleysi eru verndarar þínir í gegnum febrúarmánuð. Það er eins og þú forritir þig upp á nýtt og það er eins og það sé létt fyrir þig að skilja hismið frá kjarnanum og sleppa því að láta það sem skiptir ekki máli fara í taugarnar á þér. Þú sérð sjálfan þig í réttu ljósi og gengur áfram teinrétt inn í þetta tímabil. Ég veit alveg að þú ert búin að taka að þér mikið af verkefnum undanfarði og finnst jafnvel eins og þú sért svolítið eftir á, en þetta smellur allt saman á réttum tíma og það eina sem þú þarft að æfa þig í er að vera ekki að pirra þig í núinu. Það er mikill möguleiki á tilboðum í sambandi við vinnu eða verkefni og fólk sækir í þig sem aldrei fyrr. Ef þú ert í skóla, þá muntu átta þig á því hvort þetta sé rétt nám fyrir þig og hvert þú vilt fara. Hugurinn verður eitthvað svo skýr og þessi skýrleiki hugans á við í öllu, líka í sambandi við ástina. Þú verður með það á hreinu hvort þú ætlar að halda henni og vera staðfastur í henni eða hvernig sem þú vilt hafa þetta. Febrúar er mánuðurinn þar sem þú færð rétta útkomu, alveg sama hvaða tölur þú leggur saman! Þú virðist ekki þurfa jafnmikið á hrósi að halda eins og oft áður því þú stendur einhvern veginn sterk og peppar sjálfa þig upp. Mundu bara, elsku steingeit, að til þess að vera sigurvegari þá þarf maður bara að halda áfram! Knús og koss, Þín Sigga Kling Frægar steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Elsku besta steingeitin mín. Það er búinn að vera mikill hamagangur í kringum þig undanfarna tvo mánuði en lífið er að falla í ljúfa löð og færast í góðar skorður núna. Það er eins og þú sjáir hlutina í öðru ljósi, finnir jafnvægið leika við þig og gerir þér grein fyrir því að þú getur ekki alltaf stjórnað öllu. Hugarró og æðruleysi eru verndarar þínir í gegnum febrúarmánuð. Það er eins og þú forritir þig upp á nýtt og það er eins og það sé létt fyrir þig að skilja hismið frá kjarnanum og sleppa því að láta það sem skiptir ekki máli fara í taugarnar á þér. Þú sérð sjálfan þig í réttu ljósi og gengur áfram teinrétt inn í þetta tímabil. Ég veit alveg að þú ert búin að taka að þér mikið af verkefnum undanfarði og finnst jafnvel eins og þú sért svolítið eftir á, en þetta smellur allt saman á réttum tíma og það eina sem þú þarft að æfa þig í er að vera ekki að pirra þig í núinu. Það er mikill möguleiki á tilboðum í sambandi við vinnu eða verkefni og fólk sækir í þig sem aldrei fyrr. Ef þú ert í skóla, þá muntu átta þig á því hvort þetta sé rétt nám fyrir þig og hvert þú vilt fara. Hugurinn verður eitthvað svo skýr og þessi skýrleiki hugans á við í öllu, líka í sambandi við ástina. Þú verður með það á hreinu hvort þú ætlar að halda henni og vera staðfastur í henni eða hvernig sem þú vilt hafa þetta. Febrúar er mánuðurinn þar sem þú færð rétta útkomu, alveg sama hvaða tölur þú leggur saman! Þú virðist ekki þurfa jafnmikið á hrósi að halda eins og oft áður því þú stendur einhvern veginn sterk og peppar sjálfa þig upp. Mundu bara, elsku steingeit, að til þess að vera sigurvegari þá þarf maður bara að halda áfram! Knús og koss, Þín Sigga Kling Frægar steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira