Íslenski boltinn

Haukar fylgja Grindavík í Pepsi-deild kvenna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Haukar fylgja Grindavík í Pepsi-deild kvenna
Haukar fylgja Grindavík í Pepsi-deild kvenna mynd/haukar
Haukar lögðu Keflavík 3-1 á heimavelli í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Keflavík vann fyrri leikinn í Keflavík 1-0 og því unnu Haukar einvígið 3-1 og fylgja Grindavík upp í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð.

Heiða Rakel Guðmundsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Hauka á fimm fyrstu mínútum seinni hálfleiks.

Sveindís Jane Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Keflavík þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum en fjórum mínútum fyrir leikslok varð Þóra Kristín Klemensdóttir fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net og um leið tryggja Haukum sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Haukar og Grindavík leika til úrslita um deildarmeistaratitilinn á þriðjudaginn en Keflavík mætir ÍR sama dag í leik um þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×