Innlent

Óvænt orðinn stórstjarna

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Zain Watti greip óvænt hljóðnemann  á Café Lingua á borgarbókasafninu í gær. Hann söng Litalagið á reiprennandi íslensku og heillaði bæði gesti bókasafnsins og tugi þúsunda Íslendinga sem hafa horft á myndbandið á netinu í dag.

Fréttastofa fór á leikskólann Arnarsmára og heimsótti Zain. Systir hans er einnig í leikskólanum og tveir eldri bræður í Smáraskóla. Börnin komu ásamt foreldrum sínum í janúar til Íslands en þau voru í hópi flóttamanna sem komu frá Sýrlandi.

"Það er gaman að syngja og það er gaman að leika. Hér eru allir vinir," segir Zein og tekur svo lagið með vinum sínum. 

Ahlam Jalkhi, mamma hans Zein.
Mamma Zain, Ahlam Jalkhi, segir að Zein finnist hann vera orðinn mikil söngstjarna eftir óvæntar vinsældir dagsins.

„Hann syngur mikið og hin börnin mín líka. Þau læra að syngja á íslensku. Ég syng aftur á móti ekki en er að læra íslensku," segir hún. 

Það má heyra í Zain syngja með félögum sínum á leikskólanum, bæði á íslensku og arabísku í myndbandinu hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×