Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 13:42 Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira