Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 13:42 Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira