Erlent

Vopnahlé í Jemen hafið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eyðileggingin í Jemen er gríðarleg.
Eyðileggingin í Jemen er gríðarleg. vísir/epa
Vopnahlé tók gildi í Jemen í kvöld. Báðir aðilar, stjórnarliðar og uppreisnarmenn, segjast ætla að virða vopnahléssamkomulagið. Friðarviðræður eiga að hefjast á mánudaginn í næstu viku.

Samið var um vopnahlé í Jemen í síðasta mánuði. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að stilla til friðar í landinu en engar þeirra hafa borið árangur. Nú hafa Sádí-Arabar lýst því yfir að þeir muni virða samkomulagið, en segjast þó ætla að svara í sömu mynt ef á þá verður ráðist. Það segjast Hútar jafnframt ætla að gera.

Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, segir stjórnvöld taka fyrirhuguðum viðræðum alvarlega og vonast til að uppreisnarmenn geri það einnig.

Allt létust tuttugu manns í átökum í Jemen í dag, nokkrum klukkustundum áður en samkomulagið tók gildi, klukkan 21 að íslenskum staðartíma. Alls hafa sex þúsund manns látið lífið í stríðinu til þessa, milljónir eru á vergangi og enn fleiri búa við mikla nauð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×