Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 08:17 Ekki eru til sambærilegar tölur um ungt fólk á Íslandi en samkvæmt gögnum frá 2021 bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum Vísir/Vilhelm Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni. Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni.
Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36